Leiktúlkun

einræðu- eða senuvinna

SMELLIÐ HÉR FYRIR SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ

Um námskeiðið:

Námskeið í textavinnu, leiktúlkun og persónusköpun. Nemendur öðlast hæfni í að vinna texta frá grunni og skapa marglaga persónur. Frábær námskeið fyrir þau sem vilja bæta leikaraleikni sína í valdeflandi og uppbyggjandi umhverfi. Nemendur vinna annað hvort senur í pörum eða eintöl sem einstaklingar (ákveðið í fyrsta tíma). Námskeiðið hentar bæði fyrir þau sem eru á leið í inntökupróf í leikaranám á háskólastigi eða vilja auka leikarafærni sína.

Athugið að aldurstakmark er 20 ára.

Kennari: Bjarni Snæbjörnsson leikari og leiklistarkennari. Sjá nánar um Bjarna neðar.

Markmið námskeiðs er að nemendur:

  • skilji möguleika texta til túlkunar

  • læri að greina texta til flutnings á sviði.

  • læri grundvallarhugtök í leiktúlkun.

  • öðlist hæfni í að beita verkfærum leikarans í textavinnu.

  • öðlist hæfni í marglaga persónusköpun.

  • öðlist hæfni í flytja einræður eða senur fyrir framan aðra.

Nemendur velja sjálfir hvort þeir vilji vinna texta á ensku eða íslensku

PRAKTÍK:

Einu sinni í viku í 6 skipti, 3 klst í senn. Samtals 18 klst.

  • Sunnudagar kl 13:00-16:00. Hefst 11. janúar. Lokatími 15. febrúar. Staðsetning: Söngskóli Sigurðar Demetz, Ármúla 44.

  • Í húsnæðinu er lyfta og gott aðgengi.

Hámarksfjöldi nemenda: 16

Verð: 44.000

Athugið að mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið af þessu tagi.

Skráningargjald er kr. 10.000.- Ekki er hægt að fá skráningargjaldið endurgreitt nema námskeið falli niður. Greiðsluuplýsingar er að finna í skráningarformi.

Framkoma

- Ræður og tilefni

SMELLIÐ HÉR FYRIR SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ

Um námskeiðið:

Markmið námskeiðsins er að efla öryggi í framkomu við ólík tækifæri. Farið verður yfir mismunandi aðferðir sem hægt er að nýta sér til að gera framkomu örugga, fumlausa og skýra. Þetta er námskeið sem mun ögra þátttakendum á uppbyggilegan hátt á sama tíma og það verður gefandi og skemmtilegt. Frábært námskeið fyrir þau sem vilja auka framkomufærni sína og treysta á eigið ágæti.

Athugið að aldurstakmark er 20 ára.

Kennari: Bjarni Snæbjörnsson leikari og leiklistarkennari. Sjá nánar um Bjarna neðar.

Markmið námskeiðs er að nemendur:

  • Öðlist öryggi í framkomu og ræðumennsku.

  • Öðlist hæfni í að flytja ræður fyrir framan annað fólk.

  • Læri grundvallaratriði í ræðuskrifum.

  • Öðlist hæfni í að halda athygli áhorfenda/hlustenda.

Í lok námskeið eiga nemendur að geta flutt ræðu að eigin vali fyrir framan hópinn. Mikil áhersla er lögð á valdeflandi og uppbyggilegt andrúmsloft í tímum.

PRAKTÍK:

Einu sinni í viku í 3 skipti, 2 klst í senn. Samtals 6 klst.

  • Sunnudagar kl 16:30-18:30. Dagsetningar: 11. 18. og 25. janúar. Staðsetning: Söngskóli Sigurðar Demetz, Ármúla 44.

  • Í húsnæðinu er lyfta og gott aðgengi.

Hámarksfjöldi nemenda: 14

Verð: 25.000

Athugið að mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið af þessu tagi.

Skráningargjald er kr. 10.000.- Ekki er hægt að fá skráningargjaldið endurgreitt nema námskeið falli niður. Greiðsluuplýsingar er að finna í skráningarformi.

Public Speaking & Presentations
– Speeches for all occasions

CLICK HERE TO REGISTER

About the course:

The aim of the course is to strengthen confidence in public speaking across a variety of occasions. Participants will explore different methods and tools to make their delivery confident, clear, and fluent. This is a course that challenges participants in a constructive way while also being rewarding and enjoyable. An excellent course for those who want to improve their presentation skills and build trust in their own abilities.

Please note that the minimum age requirement is 20.

Instructor:
Bjarni Snæbjörnsson, actor and acting teacher. See more information about Bjarni below.

Course objectives – students will:

  • develop confidence in public speaking and delivery

  • gain the ability to deliver speeches in front of an audience

  • learn the fundamentals of speech writing

  • develop skills to capture and maintain the attention of listeners

By the end of the course, students will be able to deliver a speech of their own choosing in front of the group. Strong emphasis is placed on an empowering and supportive atmosphere in class.

PRACTICAL INFORMATION:

Once a week for 3 sessions, 2 hours each (total of 6 hours).

Sundays from 16:30–18:30.
Dates: January 11, 18, and 25.
Location: Söngskóli Sigurðar Demetz, Ármúli 44.

The building has an elevator and good accessibility.

Maximum number of students: 14

Price: ISK 25,000

Please note that many labor unions subsidize courses of this kind.

The registration fee is ISK 10,000. The registration fee is non-refundable unless the course is cancelled. Payment details can be found in the registration form.

Umsagnir nemenda af námskeiðum hjá Bjarna

“Námskeiðið var ótrúlega skemmtilegt og alltaf frábært andrúmsloft í öllum kennslustundum.”

“Námskeiðið fór langt fram úr væntingum mínum. Það var gjörsamlega frábært í alla staði og aðallega út af kennaranum. Svo hvetjandi og lærdómsríkt og fyrir allan aldur.”

“Fannst ótrúlega skemmtilegt og vel kennt. Æfingarnar voru fjölbreyttar, mikill metnaður lagður í kennsluna og öll gagnrýni var uppbyggileg.”

“Mæli hiklaust með að læra hjá Bjarna, hann er svo klár, hjálpsamur og mjög góður kennari. Hann er mjög skipulagður þegar það kemur að kennslu og hlakka til að fara aftur á námskeið til hans.”

“Bjarni er NATURAL að kenna og er með einstaklega góða nærveru. Það er alltaf gaman að mæta í tímana og mer liður eins og ég sé sterkari leikkona og sterkari manneskja eftir þetta allt saman.”

English information below

Acting and Character work
- Monologues or scenes

CLICK HERE FOR REGISTRATION FORM

About the course:

A course in text work, acting interpretation, and character development. Students gain skills in working with text from the ground up and in creating multi-layered characters. An excellent course for those who want to improve their acting skills in an empowering and supportive environment. Students work either on scenes in pairs or on monologues individually (decided in the first class). The course is suitable both for those preparing for auditions to acting schools and for those who simply want to develop their acting abilities.

Please note that the minimum age requirement is 20.

Instructor:
Bjarni Snæbjörnsson, actor and acting teacher. See more information about Bjarni below.

Course objectives – students will:

  • understand the interpretive possibilities of text

  • learn to analyze text for performance on stage

  • learn fundamental concepts of acting interpretation

  • gain the ability to apply the actor’s tools in text work

  • gain skills in multi-layered character creation

  • gain confidence and ability in performing monologues or scenes in front of others

Students may choose whether they wish to work with text in English or Icelandic.

PRACTICAL INFORMATION:

Once a week for 6 sessions.
Sundays from 13:00–16:00.
Starts January 11. Final session February 15.
Location: Söngskóli Sigurðar Demetz, Ármúli 44.

  • The building has an elevator and good accessibility.

Maximum number of students: 16

Price: 44,000 ISK

Please note that many labor unions subsidize courses of this kind.

The registration fee is 10,000 ISK. The registration fee is non-refundable unless the course is cancelled. Payment details can be found in the registration form.

Bjarni Snæbjörnsson leikari & leiklistarkennari

Bjarni Snæbjörnsson lauk leikaranámi með BFA gráðu frá sviðslistadeild Listaháskóla Íslands 2007. Bjarni kláraði 5. stig í söng frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2001 og er einnig með diplómu í söng frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Árið 2015 lauk hann MA gráðu í leiklistarkennslu frá LHÍ.

Bjarni hefur leikið í öllum stofnanaleikhúsum landsins og hefur einnig verið afkastamikill hjá sjálfstæðum leikhópum, jafnt í klassískum verkum sem og búið þau til frá grunni. Hann var hluti af sýningarhóp Improv Ísland frá 2014-2022 og undanfarin ár hefur hann leikið mikið í Þjóðleikhúsinu, t.d. í Ronju Ræningjadóttur, Slá í gegn, Jónsmessunæturdraumi, Meistaranum & Margarítu, Framúrskarandi vinkonu, Kardemommubænum og Frosti.

Hann er einn af stofnendum Leikhópsins Stertabendu sem hefur sett upp fjórar sýningar: Stertabenda (2016), Insomnia (2018), Góðan daginn, faggi (2021) og Skammarþríhyrningurinn (2025). Í tveimur síðustu sýningum var hann einnig meðhöfundur. Bjarni hlaut tilnefningu til Grímunnar 2022 sem söngvari ársins fyrir hlutverk sitt í Góðan daginn, faggi.

Bjarni hefur einnig leikið í sjónvarpi og kvikmyndum, þar má helst nefna Hæ Gosi (2011), Áramótaskaupið (2015 og 2022), Stella Blómkvist (2017), Mannasiðir (2018) og Venjulegt fólk (2020) kvikmyndin Þrot (2022) og Randalín og Mundi: dagar í desember (2022). Þá hefur Bjarni ómælda reynslu af söng og skemmtunum og hefur t.d. komið fram á tónleikaröðum tileinkuðum söngleikjatónlist: Ef lífið væri söngleikur og sungið með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Bjarni hefur kennt leiklist allt frá útskrift sem leikari 2007 og kláraði MA í listkennslu með áherslu á leiklist árið 2015 frá LHÍ. Hann var kennari hjá Leynileikhúsinu í nokkur ár, leiklistarkennari við FG í 9 ár og verið stundakennari við bæði tónlistar- og listkennsludeild Listaháskóla Íslands.

Sjá nákvæma ferilskrá hér.

www.facebook.com/bjarniactor

www.instagram.com/bjarni.snaebjornsson